Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ef ég gæti....

Ef ég gæti lengt vikuna mína um 2-4 daga mikið agalega yrði ég kát.... þá hefði ég tíma til að gera allt sem ég þarf að gera og líka það sem mig langar til að gera... en þar sem vikan er bara 7 dagar þá hef ég bara ekki tíma í allt sem ég þarf og langa og verð bara að sætta mig við það sama hversu fúlt það er.

 197061_10150117638814044_690779043_6345251_4563029_n.jpg


Held svei mér þá

Að ég hafi sloppið fyrir horn... Þegar ég vaknaði í gær morgun var útlið ekki gott.... og ég með ljótuna á háu stigi... bólgin augu og auman kropp.... skreið í vinnuna en nánast heim aftur.... upp í sófa og skalf þar sem eftir lifði dags... hósti og smá hor lifa í mér í dag... smá aumur kroppur en sárri en í gær.

 Óskar fór og kom bara með einn pjakk í gær... sá eldri situr heima hundfúll og lasinn..... hiti og gubba þar á ferð... hann á sko alla mína samúð. 

En framundan.... Janúar er að verða búinn.... og jólin voru í gær... eða mér finnst það allavegana.  Dagarnir fljóta áfram án þess að maður verði þess var nánast.  Áður en ég veit af verður komið sumar.  Sem er reyndar ekki svo vont því að ég hef góða tilfinningu fyrir sumrinu.  Hvers vegna veit ég ekki en það liggur bara eitthvað gott í loftinu.

En held svei mér þá að ég fari í sófann að horfa á slag ManU og Lifrarpollsins í boltanum !

Eigðann góðan hvar sem þú ert :)

 


það er svo margt...

Það er svo margt sem getur þotið í gegnum kollinn á manni á stuttum tíma og á stuttum tíma getur :o))))mýfluga orðið að úlfalda.  Stundum getur komið eitthvað gott úr því en oftast ekki.  Oft verður litla saklausa flugan að einhverju sem er ekki tekið til baka.  En hvernig getur maður þá passað að flugan stækki ekki ef hún fer af stað?  Ég held að það sé engin patent lausn en gullna perlan er alltaf sú að hleypa flugunni ekki út til þess að hún fari ekki af stað.. 

Kannski er ég að bulla einhverja vitleysu en staðreyndin er samt sú að fólk, ég þú og allir aðrir ættum að passa hvað við segjum, hvar við segjum það og við hvern... því að eitt orð getur orðið að mörgum öðrum sem erfitt er að taka til baka.

Já og rétt skal tekið fram að þetta skaust í kollinn á mér í dag, ég var ekki að lenda í neinum leiðindum eða slíkt....  bara fannst í lagi að setja það sem ég hugsaði á "blað"

En þar fyrir utan kallar koddinn á mig.... snemma að sofa... snemma á fætur...


Einu sinni var...

Einu sinni var ég hérna... svo var ég á öðrum stað.... svo týndist ég.... en fann mig aftur...

En að týna sjálfum sér er ekki alltaf slæmt.  Þegar maður er týndur og leitar er oft eitthvað sem kemur upp úr krafsinu sem maður hefur ekki munað eftir eða gleymt einhversstaðar.  Þannig að á endanum getur maður grætt á því að vera týndur í einhverja stund.

 En að örðu....

Ég og minn heitt elskaði, fluttum á Skagaströnd eftir áramótin og núna skil ég bara ekkert í því að hafa ekki verið búin að gera þetta fyrr... að labba í vinnuna, og í raun allt sem ég þarf að fara.  Skagaströnd er yndislegur staður og ég verð að segja að ég er ferlega spennt fyrir sumrinu og öllu því yndislega sem því fylgir. 

En nú held ég að það sé kominn tími á lúll.... meira síðar...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband