Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Gleði gleði....
Sunnudagur, 26. febrúar 2012
Sunnudagur til sannkallaðrar sælu.... pjakkarnir voru um helgina, eintóm gleði og sæla að hafa þá... þrátt fyrir að vera rifin á fætur ókristilega snemma ...
Nú er ég búin að setjast af og til sl. klukkutíma eftir að ég skrifaði fyrstu setninguna og er bara algjörlega blanko um hvað í skrattakollanum ég á að skrifa... hugsandi... þetta... nei það er leiðinlegt... eða hitt.... nei ég er búin að tala um það áður.... ó mæ þetta er ekki að ganga... ég er alveg tóm í höfðinu. Ekki alveg sniðugt. Svo er svo endalaust margt sem er að gerast í kollinum á manni að ég bara veit ekki hvernig á að raða því niður til að koma því þannig út að það misskiljist ekki eða fari í einhverja vitleysu... Er þá ekki best að halda kjafti á meðan mar er í flækju þangað til að hlutirnir skýrast? Held það.
En að öðru. Mig langaði bara til að benda þeim á sem er mislangt í burtu frá mér að mér þykir vænt um það.... verð að viðurkenna að ég sakna oft systkynna minna sem búa lengst í burtu... stundum vantar manni bara einn kaffibolla og spjall með systkynum sínum en þegar þau eru svona langt í burtu er vont að skreppa í kaffi.... Sakna meira að segja litla bró sem er oft algert pain... en verð að viðurkenna að hann er yndi þrátt fyrir að vera óþolandi stundum. Djö hann á eftir að núaþessu mér um nasir ef hann kemst í þetta. Hehehehe skítt með'ða.... Ég verð bara að vera duglegri við að heimsækja þau sem eru mér nærri .... hana nú.... :o)))
En best að fara að gera eitthvað af viti...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 febrúar...
Mánudagur, 20. febrúar 2012
Mánudagur.... og hann næstum því búinn.... búinn þegar ég er búin að blogga því þá er það rúmið. Kristján Atli kom til mín í kvöld og verður fram á föstudag... þá fer hann inn á Blönduós til mömmu sinnar og pjakkarnig koma um helgina.... ju minn hvað ég hlakka til helgarinnar. Það er svo yndislegur tími þegar þeir eru. Sama þótt að það sé hávaði, rifrildi og dót út um allt... það bara fylgir... :o)
En ég verð að viðurkenna eitt.... ég hlakka mest til þess tíma sem nálgast óðum... vorsins og svo sumars. Ég sé fyrir mér tíma sem verður skemmtilegur, nóg að gera og enn meiri yndisleiki á að búa hérna..... Ég stóð fyrir utan vinnuna um hádegið í dag og horfði til topps Spákonufells snæviþakið og ekki einn blettur að virtist sem ekki var undir snjó. Svo falleg og heillandi sýn. Og að sjá þetta tignarlega fjall komið í fullann sumarbúning með tilheyrandi litum og gróðri... bara yndi. Ekki það að áður en ég veit af er komið vor og svo sumar... það sem af er þessu ári hefur farið svo hratt frá manni að ég velti því oft fyrir mér hvað varð um tímann..... en svona er þetta þegar manni líður vel og hefur nóg að gera. Time flies when your having fun...
En ég held að ég fari með það sem er að gerjast í höfðinu á mér að sofa.... góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þreytt...
Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
þreyttari þreyttust... svei mér þá. Ég er alveg búin að sjá að það er óhollt að vera reiður og pirraður í langann tíma. Orkan er engin eftir þegar manni líður reiðin... og eftir situr maður engu ríkari þótt að reiðin hafi griðið mann heljar greipum.... svei.... Nú er bara að finna sér leið í að láta suma og sumt ekki sögg snúa manni úr gleði í reiði...
farin að finna mér eitthvað sem snýr reiði í gleði....
seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það held ég nú...
Mánudagur, 13. febrúar 2012
Suður ferð lokið þar til í næsta mánuði. Kvittað undir kaupsamning og við næstum því laus... bara afsal eftir og þá er málið dautt... mikið agalega hlakka ég til...
En svei mér þá ef það er ekki heilagur Valentínus á morgun... ekki það að hann sé eitthvað uppáhalds...skemmtileg hefð ef mar væri nú einhversstaðar annarsstaðar en hérna. Finnst þessi töku hefð ekki eiga við Ísland þar sem er ekki einu sinni deit menning... þannig að já mér er bara alveg sama þó að sumir séu að missa sig í að finna eitthvað sætt og trall...
Meira seinna.... nóttina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur....
Miðvikudagur, 8. febrúar 2012
En svo sannanlega ekki til mæðu.... yndislegur dagur.... morundagurinn verður awesome... og föstudagurinn verður ENN betri... svo vonandi verður laugardagurinn.... frábær líka... ætla nefnilega vonandi að hitta Lölu mína á Selfossi.... sakna hennar böns....
hey.... sófinn var að kallla á mig... best að gá hvað hann vill ;o))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
JEY
Þriðjudagur, 7. febrúar 2012
Held svei mér þá að það sé mikið til í þessu...
EN yndislegur fréttirnar eru að íbúðin fyrir sunnan er seld... kvittað og afhent á föstudaginn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur til mæðu...
Mánudagur, 6. febrúar 2012
Að vakna snemma á mánudegi fullur af orku fyrir daginn og láta svo dauð ómerkielgann hlut skemma það fyrir sér .... er ekki góð skemmtun. En sem betur fer var ég nokk snögg að láta þennan mánudags leiða líða úr mér ... vonandi mætir hann ekki á morgun.... og vonandi eftir nokkra daga verð ég bara ofsa glöð.... ekki það að ég sé ekki kát alla daga.... bara það sem gæti kætt mig tengist vinnuni og gæti gert hana örlítið betri ef svo má segja...
En þar sem er leikur eftir örskamma þá segi ég þetta gott í bili... seinna :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá á laugardegi
Laugardagur, 4. febrúar 2012
Held svei mér þá að það sé bara kominn bullandi febrúar... ju minn. Afhverju er maður alltaf að furða sig á hvað tíminn er fljótur að líða? Löngu búin að sjá að hann er of fljótur að líða eða ekki nógu fljótur. Kominn febrúar.... bráðum er hann búinn og kominn mars... svo apríl og svo mai og komið sumar.... sem ég er reyndar alveg viss um að þetta verður eðal gott sumar. Hlakka bara til :o)
Siggi kom í gær með rútunni. Ferlega góður að koma einn og vera ekkert mál. Enda tíu ára gamall og alveg nógu stór til þess. Hann gat nefnielga ekki komið síðustu helgi þar sem hann var lasinn og var sko alveg til í að koma einn þar sem litli gaurinn var einn síðustu helgi. Svo koma þeir báðir eftir viku. Endalaust bros þegar þeir koma. Það er ekki einu sinni erfitt að vakna þegar þeir skríða upp í og segjast vera svangir... smá stírur sem þarf að nudda úr en svo er sprottið á fætur. Núna hugsa mömmur örugglega að ég myndi sko ekki hugsa svona ef ég ætti sjálf börn sem væru hérna alltaf.... en ég veit betur... börnin eru yndisleg þó að þau geti verið óþekk, óhlýðin og allt milli himins og jarðar.... þau eru hrein guðsgjöf.
Ég er sú sem ég er og þarf ekki þitt samþykki.... góð yfirlýsing. Því að hvers vegna er fólk... alveg eins og þú og ég alltaf að leita í að þóknast öðrum? Jú afþví að í mörgum tilfellum teljum við að það láti okkur líða betur. EN þegar að er gáð, líður okkur betur með að gera allt eins og aðrir vilja en ekki að fara eftir eigin sannfæringu? Held ekki. Ég hef alveg fallið í þá gryfju að gera frekar eins og aðrir vilja til að hafa hlutina góða.... en ekki liðið vel með það vegna þess að ég fór gegn minni eign sannfæringu. Ég hef líka verið of föst fyrir og eyðilagt fyrir sjálfri mér með þrjóskunni. Það er heldur ekki gáfulegt. EN er þá ekki betra að reyna að leitast við að finna hinn gullna meðalveg og reyna að vera sáttur við sjálfa sig og aðra? Að hugsa ég er sú sem ég er og samþykki annara er ekki óskað er snilldar setning. Ég get, ég ætla, ég skal....
En að því sögðu.... enda kannski búin að þvæla of mikið... en það skiptir ekki þetta er mitt þvæl :o)
Skjáumst seinna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Karma...
Miðvikudagur, 1. febrúar 2012
Slæmt karma bítur þig í rassinn..... og skemmtir sér vel við það...
Það er svo ótrúlega margt sem flýtur í gegnum hausinn á mér þessa síðast liðna daga og karma er eitt af því. Ég veit hvað það er að vera fljótfær, ég veit hvað það er að dæma án þess að vita allar staðreyndir málsins, ég veit hvað það er að framkvæma fyrst og hugsa svo. EN mergurinn málsins er sá að þeir sem læra af reynslunni láta karmað ekki bíta sig í rassgatið tvisvar.
Það er margt í gangi... sumt langar mig til að öskra yfir, annað gæti fengið mig til að gráta, eitt enn fengið mig til að hlægja.... en þetta ruglast allt saman og ég veit ekki hvað er hvað.... En ég reyni að viðhalda jákvæðri hugsun þó að það reynist mér erfitt. Hugsandi að þó að það sé erfitt að ganga í gegnum suma hluti þá tekur allt enda einhverntímann. Og á endanum verða hlutirnir annað hvort betri eða verri... það kemur í ljós seinna og óþarfi að láta það pirra sig þegar þess er ekki þörf. Til að láta þetta ekki angra sig er best að forða sér frá neikvæðu umtali, taka ekki undir þegar neiðkvænis raddir tala og reyna að sjá það bjarta í því svarta. Ergo.... þá bítur karmað þig ekki...
Að svo sögðu... bæ í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)